5. maí 2023

Skólahreysti, riðlakeppni

Heiðarskóli keppti í undankeppni Skólahreysti s.l. miðvikudag og bar sigur úr býtum. Þar sem liðið sigraði sinn riðil mun það taka þátt í úrslitakeppninni sem fer fram þann 20. maí í Laugardagshöllinni. Aðrir skólar úr Reykjanesbæ sem komnir eru í úrslit eru Stapaskóli og Holtaskóli.

Við óskum þeim Sigurpáli, Jóni Ágústi, Alísu og Guðlaugu Emmu innilega til hamingju með frábæran árangur. Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra og myndir af keppendum og klappliðinu.

Alísa - armbeygjur: 35, hreystigreip 2,27 mín

Jón - dýfur: 45 (flestar dýfur í riðlinum), upphífingar: 44

Hraðaþraut: 2:15, besti tíminn í riðlinum.

Heildarskor: 51 stig

   

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan