24. mars 2017

Skólahreysti: Lið Heiðarskóla í 3. sæti!

Lið Heiðarskóla keppti í 7. riðli í undanúrslitum Skólahreystis í gær, fimmtudaginn 23. mars. Þau Ísak Ernir, Ástrós Elísa, Gabríel Rökkvi og Ingibjörg Birta skipuðu liðið og var Helena Jónsdóttir þjálfarinn þeirra. Þau Gabríel og Ingibjörg fóru hraðabrautina á flottum tíma eða 2,24 mínútum. Ísak gerði 31 upphífingu og 35 dýfur og Ástrós 37 armbeygjur og hékk í 3,30 mínútur. Samtals fengu þau 83 stig sem tryggðu þeim 3. sætið í þessum öfluga riðli.
 
Keppnin var haldin í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Stemningin í húsinu var mögnuð og spennustigið hátt, bæði meðal keppenda og á þétt setnum áhorfendapöllum. Lið Holtaskóla var sigurvegari riðilsins og óskum við grannaskólanum okkar til hamingju með árangurinn. Lokakeppnin verður haldin 27. apríl í Laugardalshöll.
 
Þau Ísak, Ástrós, Gabríel  og Ingibjörg hafa lagt sig mjög vel fram við æfingar og undirbúning fyrir keppnina. Við í Heiðarskóla ákaflega stolt af þessum hraustu krökkum og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir að hafa tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni fyrir hönd skólans. Helenu og varamönnunum Camillu Nótt, Jónu Kristínu og Chibuzor Daníel færum við einnig þakkir okkar fyrir þeirra framlag. Áfram Heiðarskóli!
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan