20. mars 2015

Skólahreysti: Heiðarskóli í 2. sæti í 9. riðli

Lið Heiðarskóla keppti í 9. riðli í undanúrslitum Skólahreystis í gær, fimmtudaginn 19. mars. Þau Arnór Breki Atlason, Elma Rósný Arnarsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Arnór Sveinsson skipuðu liðið og var Skólahreystikempan Helena Jónsdóttir þjálfarinn þeirra. Þau stóðu sig eins og hetjur og enduðu í 2. sæti með 71.5 stig. Það mun vonandi tryggja þeim þátttökurétt sem eitt tveggja stigahæstu liða sem lenda í 2. sæti í riðlakeppnunum. Arnór Sveins gerði 26 upphýfingar og 25 dýfur, Elma Rósný gerði 49 armbeygjur og hékk í 3.29 mín. og þau Katla og Arnór Breki áttu besta tímann í hraðaþraut en þau fóru hana á 2.13 mín. Riðlakeppnin var haldin í íþróttahúsinu við Sunnubraut og er það í fyrsta sinn sem Skólahreysti er haldið hér í bæ. Stemningin í húsinu var mögnuð og spennustigið hátt, bæði meðal keppenda og áhorfenda. Lið Holtaskóla var sigurvegari riðilsins og óskum við grannaskólanum okkar til hamingju með árangurinn. Lokakeppni verður haldin 22. apríl í Laugardalshöllinni.

Við óskum Helenu og Skólahreystiliðinu okkar til hamingju með árangurinn!

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan