12. apríl 2018

Skólahreysti 2018: Heiðarskóli í úrslit!

Nú hefur verið keppt í riðlunum 10 í Skólhreysti og liggur þá ljóst fyrir að lið Heiðarskóla tekur þátt í úrslitum Skólahreystis 2018! Tvö öflugustu liðin í 2. sæti fá að keppa í úrslitum en liðið okkar hafnaði í 2. sæti í riðli 1 á dögunum með 71 stig, aðeins einu stigi á eftir sigurvegurunum úr Holtaskóla. Þau Ástrós, Bartosz, Eyþór og Ingibjörg munu því mæta galvösk í Laugardalshöllina 2. maí ásamt Helenu íþróttakennara og varamönnunum Andra, Camillu og Jónu Kristínu.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan