14. október 2020

Skertur nemendadagur og vetrarfrí

Föstudaginn 16. október er skertur kennsludagur í Heiðarskóla. Allri kennslu lýkur kl. 11.10 en frístundaheimilið er opið frá þeim tíma.  

Nemendur í 1.-4. bekk geta borðað hádegismatinn sinn áður en þeir fara heim eða í frístundaheimilið. Rétt er að taka fram að foreldrar nemenda í 5.-10. bekk greiða ekki fyrir máltíðir á skertum dögum.  

Uppbyggingastefnudagurinn er þennan dag. Nemendur munu vinna verkefni tengd henni sem eiga að minna okkur á að öll erum við einstök, með mismunandi þarfir og þurfum að leggja okkur fram við að bera virðingu hvert fyrir öðru í leik og starfi. Hér á heimasíðunni má finna góðar upplýsingar um Uppbyggingarstefnuna

Við ætlum einnig að hafa þennan dag bleikan í tilefni af baráttunni gegn krabbameini en litur baráttunnar er bleikur. Þennan dag eru landsmenn hvattir til að lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Til að sýna stuðning hvetjum við starfsfólk og nemendur til að mæta í einhverju bleiku þennan dag.

Vetrarfrí er í skólanum mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan