9. maí 2016

Skákmót Heiðarskóla 2016 - Sindri Snær skákmeistari

Miðvikudaginn 4. maí var hið árlega skákmót Heiðarskóla haldið. 76 nemendur skráðu sig til leiks, 38 keppendur í 1.-4. bekk og sami fjöldi í 5.-10. bekk og er það metþátttaka. Fyrst um morguninn kepptu nemendur í 1. - 4. bekk um að komast í 8 manna úrslit síðar um daginn. Þau Andrés Kristinn (4. MB), Arngrímur Egill (4. KJ), Melkorka Sól (4. KJ) og Jón Steinar (4. MB) komust áfram með því að sigra allar sínar 3 skákir. Þau kepptu um tvö laus sæti í úrslitum og svo fór að Andrés og Arngrímur Egill komust í 8 manna lokaúrslit. Í eldri hópnum komust Birkir Orri (10. EP), Axel Ingi (10. EP), Logi Þór (6. HS), Rúnar Bárður (8. ÞE) sigurvegarinn frá því fyrir tveimur árum, Sindri Snær (10. EP) og Ragnar Snorri (10. SS) í 8 manna lokaúrslitin. 
 
8 manna úrslitin voru æsispennandi en Andrés Kristinn, Rúnar Bárður, Sindri Snær og Ragnar Snorri komust í fjögurra manna úrslit. Þeir Ragnar Snorri og Sindri Snær áttust síðan við í úrslitaviðureigninni sem lauk með sigri Sindra Snæs sem er þar með nýr skákmeistari Heiðarskóla. Honum var afhentur farandbikarinn góði og var að vonum ánægður með árangurinn.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan