27. maí 2015

Skákmót Heiðarskóla 2015 - Eyþór Vilmundur skákmeistari!

Föstudaginn 22. maí var hið árlega skákmót Heiðarskóla haldið. 40 nemendur skráðu sig til leiks og var teflt annars vegar milli nemenda í 1. - 4. bekk og hins vegar 5. - 10. bekk. Andrés Kristinn 3. MB og Arnþór Ingi 4. SG voru hlutskarpastir í yngri hópnum og kepptu því í 8 manna úrslitum. Harun 9. MÓ, Snorri 9. FÓ, Erlingur 9. MÓ, Sindri 9. FÓ, Eyþór 9. MÓ og Sigursteinn 10. EP unnu allir sinn riðil og komust þar af leiðandi í 8 manna úrslitin sem voru eftir hádegið. 
 
8 manna úrslitin voru æsispennandi en Harun, Arnþór, Sindri og Eyþór sigruðu sínar viðureignir og komust því í undanúrslit. Þar mættust annars vegar Harun og Arnþór og hins vegar Sindri og Eyþór. Eftir vel útfærðar og skemmtilegar skákir komust Eyþór og Harun í úrslitaviðureignina sem Eyþór sigraði að lokum.  
 
Eyþór Vilmundur Arnarson 9. MÓ er skákmeistari Heiðarskóla 2015.
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan