21. maí 2021

Skákmót Heiðarskóla

Í dag var haldið árlegt skákmót Heiðarskóla. 22 nemendur í 4. - 10. bekk tóku þátt og voru spilaðar fimm umferðir. Spennan var mikil og voru flestar skákirnar hnífjafnar.

Sigurvegari var Ragnar Örn Arnarsson, nemandi í 5 bekk. Ragnar Örn vann alla sína mótherja og sigurskákin vannst á 15 sekúndum. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan