15. september 2016

Skákkennsla í 4. bekk

Alla föstudagsmorgna í vetur fá nemendur í fjórða bekk skákkennslu í eina kennslustund. Skákkennslan er í höndum Óskars Birgissonar skákkennara og kennara við skólann. Þetta er annað árið sem formleg skákkennsla fer fram í 4 bekk en byrjað var á því á síðasta skólaári. Í fyrstu tímunum er farið yfir mannganginn, hvað hver taflmaður heitir og sagt örlítið frá skákinni.  Smá saman er svo bætt inn meiri fróðleik og einnig fá nemendur að tefla við bekkjarfélaga sína. Hugmyndin er að allir nemendur hafi möguleika á að tefla sér til ánægju. Nemendur eru mjög áhugasamir, hafa gaman af því að kynnast skákinni og ekki síður að fá að tefla.
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan