4. júní 2019

Sigurvegarar í ljóðasamkeppni Heiðarskóla 2019

Ljóðasamkeppni Heiðarskóla var haldin í fjórða sinn undir lok skólaársins. Allir nemendur skólans höfðu möguleika á að taka þátt en ljóðin voru flokkuð eftir aldursstigum, 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Í ár var í fyrsta sinn ákveðið þema en á afmælisári var að sjálfsögðu óskað eftir ljóðum um skólann okkar.

 
 
Sigurvegararnir í 1.-4. bekk voru tveir og báðir úr 3. bekk. Það voru þau Ósk Eyberg Rúnarsdóttir og Rafn Ibsen Ríkharðsson. Engu ljóði var skilað inn af miðstigi þetta árið en vanalega berast flest ljóð af því stigi. Sigurvegarinn. Andri Sævar Arnarsson átti sigurljóðið í 8.-10. bekk sem bar titilinn Næsta skref. Öll fengu þau bókaverðlaun á skólaslitunum 4. júní.
 

Heiðarskóli er skóli minn

gaman er þar að vera.

Dagarnir líða við leik og störf.

Vinátta virðing, samvera

góða manneskju gera.

- Ósk Eyberg Rúnarsdóttir
 
 

Heiðarskóli í 20 ár

Í Heiðarhvammi stórt hús stendur,

þangað var ég í skóla sendur,

til að þjálfa hug og hendur

og kanna heimsins lendur.

 

Viskubálið kveikti víst lítill neisti,

því minnisvarða Heiðarskóli reisti.

Háttvísi vináttuböndin treysti

og heilbrigði var alltaf sigurvegari í Skólahreysti.

 

Ef ég réði næstu árin lyku öllu yfirklóri;

myndi rísa risa tívolí og vatnsleikjagarðurinn stóri.

Eigum við ekki bara að kýla á það og hætta þessu slóri?

Ég á bara 7 ár eftir - Bryndís Jóna, skólastjóri.

- Rafn Ibsen Ríkharðsson

 

Næsta skref

Nú er allt svo snúið,

að taka næsta skref.

Tíu ár lífs oss búin,

engin fleiri barnaskref.

 

Við viljum hafa gaman,

já viltu bara veðja.

Reynum að standa saman

sterkari en keðja.

 

Líf okkar breytast,

verðum ósköp hrædd.

En fleiri tækifæri veitast,

þið verðið endurfædd.

- Andri Sævar Arnarsson


 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan