2. mars 2023

Sigurvegarar í handritagerð

Fimm nemendur í 5. bekk unnu að handritagerð í verkefni sem heitir Sögur 2023. Sögur er samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun. Krakkar á aldrinum 6-12 ára geta sent  inn sögurnar sínar á því formi sem þau kjósa. Smásögur, lag og texti, stuttmyndahandrit eða leikrit.

Nemendurnir eru þær Árdís Eva Árnadóttir, Berglind Rún Sigurðardóttir, Freydís Erla Ómarsdóttir, Lovísa Rut Ágústsdóttir og Valgerður Ósk Þorvaldsdóttir. Þær byrjuðu vinnuna í skólanum í verkefni sem kennarinn þeirra Hanna Björk lagði fyrir, en kláruðu svo sjálfar handritið heima og sendu það inn í keppnina.  Handrit þeirra, Græna duftið, var eitt af tveimur handritum sem var valið sem sigurvegari í stuttmyndasamkeppni Sagna 2023. Að launum er þeim boðið í Meistarabúðir, þar sem boðið verður upp á skapandi smiðjur í öllum flokkum.  Stuttmynd verður framleidd af RÚV upp úr handriti þeirra og sýnd í vor á verðlaunahátíðinni, sem verður í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV í Hörpu.

Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan