Sigurvegarar í "Göngum í skólann" átakinu.
Eins og áður hefur komið fram tekur Heiðarskóli þátt í verkefninu "Göngum í skólann" sem er á vegum ÍSÍ. Þar eru nemendur og starfsfólk hvött til að ganga í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Októbermánuður er ,,Göngum í skólann" mánuður.
Í októbermánuði ár hvert eru börn hvött sérstaklega til að nýta sér virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Vegna aðstæðna hérlendis var ákveðið af undirbúningshóp verkefnisins að hvetja skóla til að byrja verkefnið í september og ljúka því á alþjóðlega göngum í skólann deginum í byrjun október.
Veittar voru viðurkenningar á yngsta-, mið- og elsta stigi fyrir flestar mínútur í verkefninu á þessum tíma. Á yngsta stigi var það 4.bekkur sem náði flestum mínútum, á miðstigi var það 7. SB og á elsta stigi var það 10.ÞE. Hver bekkur fékk afhentan Gullskóinn.
Góð þátttaka var var hjá nemendum skólans og margir sem tóku virkan þátt.