14. maí 2021

Sigur í riðlakeppninni!

Lið Heiðarskóla bar sigur úr býtum í riðlakeppninni!

 

Þau Emma, Heiðar, Jana og Màni gerðu sér lítið fyrir og urðu í 1. sæti í 7. riðli í undankeppni Skólahreystis. Þau sigruðu með samtals 67,5 stigum.

Emma lenti í 1. sæti með 46 armbeygjur og hékk næstlengst eða í 5,10 mín. Heiðar var í 2. sæti með 44 upphífingar og í 3.-4. sæti með 40 dýfur. Jana og Màni fóru svo á 2,15 mín í gegnum hraðaþrautina og var það besti árangurinn í riðlinum.

Varamennirnir Katrín, Melkorka og Arnþór studdu liðsfélaga sína dyggilega og Helena þjálfari var að vonum afar stolt af þeim öllum.

Úrslitin munu fara fram þann 29. maí en ekki er komin staðsetning hvar keppnin verður haldin.

Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur! Áfram Heiðarskóli!

Sjá myndir hér.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan