14. febrúar 2020

Sigur í Gettu enn betur, spurningakeppni grunnskólanna

Gettu enn betur lið Heiðarskóla stóð sig ákaflega vel í spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ sem haldin var í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 11.febrúar.  Þau Júlía Rán Árnadóttir og Sólon Siguringason í 9. bekk og Snævar Ingi Sveinsson í 10. bekk gerðu sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum þegar þau unnu lið Akurskóla í úrslitum.

Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan