2. júní 2014

Síðustu skóladagarnir og skólaslit

Þá er síðasta skólavika þessa skólaárs hafin. Langflestir bekkir hafa farið í vorferðalög og margir hafa þar að auki farið í göngutúra og ýmsar keppnir en í dag var til að mynda hið árlega menntastríð unglingastigs. Nemendur á miðstigi munu há sitt menntastríð á morgun, þriðjudag.

Miðvikudaginn 4. júní verða hinir sívinsælu Heiðarleikar. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 8.10 og þar sem þetta er skertur nemendadagur lýkur skóla kl. 11.10. Hádegismatur er fyrir þá nemendur í 1.-4. bekk sem eru í mataráskrift.

Fimmtudagurinn 5. júní er starfsdagur. Þann dag eru nemendur í fríi og Frístundaskólinn lokaður.

Skólaslit fara fram föstudaginn 6. júní. Tímasetningar eru eftirfarandi:

Kl. 09.00 - 1., 2. og 3. bekkur

Kl. 10.00 - 4., 5. og 6. bekkur

Kl. 11.00 - 7., 8. og 9. bekkur

Kl. 13.30 - 10. bekkur  - Að loknum skólaslitum 10. bekkinga er nemendum og foreldrum þeirra boðið til kaffisamsætis.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan