22. mars 2013

Síðasti skóladagur Gunnars sem skólastjóri

Í dag var síðasti skóladagur Gunnars sem skólastjóri. Hann fór heldur meyr í alla bekki, þakkaði fyrir viðkynnin, samveruna og samstarfið. Honum hafa borist alls kyns kveðjur síðustu daga eins sjá má á meðfylgjandi myndum. Í gær afhentu t.d. krakkarnir í frístund honum páskatré og í dag fékk hann síðasta óvænta glaðninginn af mörgum frá nemendum í 10.MÓ en það var heimatilbúið páskaegg með málsháttum og gotteríi. Margir nemendur hafa tilkynnt honum það að hann sé „besti skólastjóri sem þau hafa nokkurn tímann haft" en hjá þeim flestum er hann jafnframt eini skólastjórinn sem þau hafa haft! :) Ljóst er að í dag kvöddu nemendur ekki bara góðan skólastjóra heldur líka góðan vin.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan