Setning Ljósanæturhátíðar í fyrsta sinn utan skólatíma
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 kl. 16:30 verður Ljósanæturhátíðin sett í fyrsta sinn utan skólatíma. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnunum sínum á þessa ánægjulegu stund. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar frá kl. 16:00.
Dagskrá:
• Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima, býður gesti velkomna.
• Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ávarpar gesti.
• Samkór nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar syngur lögin, Ljósanótt og Meistari Jakob við undirleik.
• Ingó veðurguð (Ingólfur Þórarinsson), leikur og syngur nokkur lög, nemendur taka undir.
• Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur nokkur lög.
• Fulltrúar nemenda draga Ljósanæturfánann að húni í skrúðgarðinum.
• Risaboltar í einkennislitum skólanna svífa yfir hópnum.