29. ágúst 2017

Setning Ljósanæturhátíðar

Á fimmtudaginn tökum við þátt í setningu Ljósanæturhátíðar við Myllubakkaskóla. Nú sem endranær hvetjum við nemendur okkar og starfsfólk til að mæta í einhverju bláu þann daginn en blár er skólaliturinn okkar. Gengið verður frá Heiðarskóla upp úr kl. 10.00 og brýnt er að nemendur séu klæddir eftir veðri þennan dag sem alla skóladaga.

Grunnskólabörn bæjarins ásamt elstu börnum leikskólanna, alls um 2.000 börn setja Ljósanæturhátíðina ár hvert. Þau koma fylktu liði í skólalitum hvers skóla, til tákns um fjölbreytileika mannkynsins, og syngja sig inn í Ljósanæturhátíðina. Setningarhátíðin hefst kl. 10.30 og lýkur kl. 11.00. Foreldrar og aðrir áhugasamir eru velkomnir á þessa stund. Hér fyrir neðan er kort sem sýnir gönguleiðina okkar.

 


 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan