5. september 2013

Setning Ljósanæturhátíðar 2013

Eins og venjan er gengu nemendur og starfsmenn skólans niður í Myllubakkaskóla í morgun til þess að taka þátt í setningarathöfn Ljósanæturhátíðarinnar 2013. Þar ávarpaði Árni Sigfússon bæjarstjóri viðstadda, sungnar voru nokkrar útgáfur af Meistara Jakob og Ljósanæturlagið og loks var blöðrum í einkennislitum skólanna sleppt. Veðrið var með eindæmum gott og gladdi sjaldséð sólin gönguparpana í Heiðarskóla. Myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan