17. september 2015

Samræmd könnunarpróf dagana 21.-25. september

Skipulag vegna samræmdra prófa dagana 21.-25. september er sem hér segir:

10. bekkur

Mánudagur 21/9  - íslenska

Þriðjudagur 22/9 - enska

Miðvikudagur 23/9 - stærðfræði

Alla prófdaga mæta nemendur í 10. bekk í skólann kl. 8.30. Próftíminn er kl. 9.00-12.00.

Nemendur eiga að hafa með sér bláan eða svartan penna, blýant og blý eða yddara í öll prófin auk vasareiknis, reglustiku, gráðuboga og hringfara í stærðfræði. Auk þess mega þeir hafa með hollt nesti en ekkert hlé er gert á próftímanum. Mikilvægt er að hafa mat ekki í umbúðum sem geta truflað einbeitingu annarra. Ekki er leyfilegt að hafa með gos eða sælgæti. 

---

7. bekkur

Fimmtudagur 24/9 - íslenska

Föstudagur 25/9 - stærðfræði

Báða prófdaga mæta nemendur í skólann kl. 8.10. Próftími er kl. 8.30-11.10. Hlé er gert á próftíma kl. 9.40-10.00. Nemendur hafa með sér hollt og gott nesti sem þeir neyta í hléi. 

Eftir að prófi lýkur er kennt samkvæmt stundatöflu en uppbrot verður á viðfangsefnum í bóklegum greinum.

---

4. bekkur

Fimmtudagur 24/9 - íslenska

Föstudagur 25/9 - stærðfræði

Báða prófdaga mæta nemendur í skólann kl. 8.10. Próftími er kl. 8.30-10.50. Hlé er gert á próftíma kl. 9.30-9.50. Nemendur hafa með sér hollt og gott nesti sem þeir neyta í hléi. 

Eftir að prófi lýkur er kennt samkvæmt stundatöflu en uppbrot verður á viðfangsefnum í bóklegum greinum. Athygli er vakin á því að nemendur í 4. MB fara í leikfimi eftir hádegi á fimmtudag svo þeir þurfa að hafa með sér leikfimisföt.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan