Samræmd könnunarpróf 2013
Dagana 23.-27. september verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk. Skipulag þeirra er sem hér segir:
10. bekkur:
Mánudagur 23/9 - íslenska kl. 09.00-12.00
Þriðjudagur 24/9 - enska kl. 09.00-12.00
Miðvikudagur 25/9 - stærðfræði kl. 09.00-12.00
Nemendur í 10. bekk mega hafa með sér nesti og drykki í prófin. Gæta þarf þess að umbúðir og annað tengt nesti trufli ekki aðra. Sælgæti og gosdrykkir eru ekki leyfilegir.
7. bekkur:
Fimmtudagur 26/9 - íslenska kl. 09.00-11.40
Föstudagur 27/9 - stærðfræði kl. 09.00-11.40
4. bekkur:
Fimmtudagur 26/9 - íslenska kl. 09.00-11.20
Föstudagur 27/9 - stærðfræði kl. 09.00-11.20
Nemendur í 4. og 7. bekk eiga að hafa með sér hollt og gott nesti sem þeir neyta í 20 mínútna nestispásu.
Alla prófdaga eiga nemendur að mæta kl. 08.30
Góður svefn og staðgóður morgunmatur er jafn mikilvægur á prófdögum sem aðra daga