Rafn Markús ráðinn í stöðu skólastjóra Heiðarskóla
Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla. Rafn Markús lauk námi til B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og M.Ed. gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2014.
Rafn Markús hefur starfað í Njarðvíkurskóla frá árinu 2009 við góðan orðstír og verið í stjórnunarteymi skólans undanfarin fimm ár, bæði sem verkefnastjóri og deildarstjóri.
Við í Heiðarskóla hlökkum til að starfa með Rafni en að svo stöddu er ekki ljóst hvenær hann hefur störf.