8. nóvember 2017

Platorð, puttaferðalag og hugmyndaveiði

Rithöfundar á vegum verkefnisins Skáld í skólum hafa undanfarnar vikur heimsótt nemendahópa okkar. Foreldrafélag Heiðarskóla styrkir skólann fyrir kostnaði við heimsóknirnar og kunnum við því bestu þakkir fyrir. 

16. október komu þau Þórdís Gísladóttir og Atli Sigþórsson/Kött Grá Pje og fóru með fyirlesturinn Puttaferðalag með ljóðskáldi og rappara fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Þau spjölluðu um unglinga, unglingabækur, ljóð og sögur og lásu upp úr eigin verkum.

                                       

Þann 25. október heimsótti Hildur Knútsdóttir nemendur í 6. bekk og kynnti fyrir þeim spennandi aðferðir til hugmyndaveiða í ritsmiðjunni Veiðum hugmyndir! Hálfum mánuði síðar kom hún svo til að fylgja þeirri vinnu, sem nemendur unnu með henni, eftir. Nemendur tóku afar vel á móti Hildi, sýndu því sem hún hafði fram að færa mikinn áhuga og voru óhrædd við að munda blýantana í skapandi skrifum.

Þau Davíð Stefánsson og Margrét Tryggvadóttir fjölluðu svo um leyndardómsfullar sögur og flókin, óþekk og jafnvel óþreyjufull orð við nemendur í 3. og 4. bekk með dagskrá sinni Platorð og flækjusögur. Heilluðu nemendur gestina góðu með áhuga sínum og virkri þátttöku.

       

       

Nánar má lesa um bókmenntadagskrána Skáld í skólum hér

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan