3. apríl 2020

Páskafrí og starfsdagur að því loknu/EN below

Þá eru þrjár vikur í samkomubanni liðnar og páskafríið framundan en það hefst mánudaginn 6. apríl. Samkvæmt skóladagatali átti kennsla að hefjast á ný þriðjudaginn 14. apríl en eins og kom fram í fyrri pósti þá hefur fræðsluráð samþykkt að þá verði starfsdagur í grunnskólum Reykjanesbæjar. Þann dag mun starfsfólk vinna að skipulagi skólahalds í áframhaldandi samkomubanni en einnig endurskipulagningu á skólastarfi út skólaárið, m.a. með tilliti til námsmats. Hvað síðustu vikur skólaársins varðar ríkir mikil óvissa en vonandi munum við vita meira um framhaldið að páskafríi loknu. Það er þó ljóst að við munum þurfa að huga að mörgu á afar skömmum tíma. Þriðjudaginn 14. apríl munu kennarar senda upplýsingar til sinna foreldrahópa og er því brýnt að þið fylgist með póstsendingum þann daginn.

Eins og áður hefur komið fram hefur mikið breytt skólastarf gengið eins vel og aðstæður hafa leyft. Starfsfólk skólans hefur lagt sig fram, sýnt samstöðu og verið lausnamiðað á þessum fordæmalausu tímum. Það á mikið hrós skilið fyrir sitt framlag.

Við vitum vel að þetta ástand hefur verið krefjandi fyrir heimilin og langar okkur að þakka ykkur sérstaklega fyrir auðsýndan skilning, þolinmæði og gott samstarf. Þið og börnin ykkar eigið einnig hrós skilið.

Farið vel með ykkur, gott fólk og gleðilega páska.

---
EN: After three weeks of limits placed on school activities we will now have Easter break which starts on Monday 6. According to the school calendar school should start again April 14 but that day will be staff planning day. That day teachers will send their parent groups information on school structure for the days that will be ahead.

Schooling in times of restrictions has gone well. Our staff members have done as well as they can, shown unity and been solution oriented. They deserve praise for their contribution.
We know that the unusual circumstances have been challenging for the homes but we thank you for your understanding, patience and collaboration in recent weeks. You and your children deserve a praise too.

Take care.

Happy Easter.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan