26. mars 2021

Páskafrí

Mánudaginn 29. mars hefst formlegt páskafrí hjá nemendum og starfsfólki Heiðarskóla. Skóli á að hefjast aftur þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt skóladagatali. Ef breyting verður á, munu frekari upplýsingar verða sendar í tölvupósti.


Nemendur hafa verið duglegir að lesa í vetur og hvetjum við þá til að halda sér í góðri lestraræfingu í páskafríinu með notalegum lestrarstundum.

Starfsfólk Heiðarskóla sendir nemendum sínum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur með ósk um ánægjulega páska.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan