Öskudagur - skertur nemendadagur
Öskudagur verður með hefðbundnu sniði í Heiðarskóla. Allir nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 8.10 og eru þeir hvattir til að koma í öskudagsbúningum. Á dagskrá verða m.a. draugahúsferðir fyrir þá sem vilja, dans í íþróttasal, spil og leikir. Þetta er skertur nemendadagur og mun því skipulögðu skólastarfi ljúka kl. 11.00. Nemendur geta borðað áður en þeir fara heim. Á matseðli Skólamatar er samloka, safi og ávöxtur. Frístundaskólinn verður opinn.