14. febrúar 2013

Öskudagsfjör

Ótal margar furðuverur, stórar sem smáar, mættu galvaskar í skólann á öskudaginn og gerðu ýmislegt skemmtilegt í tilefni dagsins. Kennsla var brotin upp með ýmsum hætti í kennslustofum og öllum stóð til boða að dansa í íþróttahúsinu og láta hræða úr sér líftóruna í draugahúsi nemendaráðsins á sal skólans. Skemmtunin fór mjög vel fram og gaman var að sjá hversu margir mættu í búningum í öllum bekkjadeildum. Fleiri myndir má sjá í myndasafni

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan