Orri óstöðvandi í Hljómahöll
Öllum nemendum í 5.–7. bekk í Reykjanesbæ var nýverið boðið á leiksýninguna Orri óstöðvandi á vegum Þjóðleikhúsins. Sýningin fór fram í Hljómahöll og nutu nemendur hennar afar vel.
Nemendur sýndu góða framkomu og voru skólanum til mikils sóma. Sýningin vakti mikla kátínu og var bæði skemmtileg og lifandi enda byggð á hinum geysivinsælu barnabókum um Orra óstöðvandi og Möggu Messi eftir Bjarna Fritzson.
Verkið er á ferð um landið á vormisseri og gleður unga áhorfendur víða um land.