30. ágúst 2016

Ný menntastefna Reykjanesbæjar lítur dagsins ljós

Nýrri menntastefnu er ætlað að vera heildstæð áætlun um það hvernig nám á öllum skólastigum, leikur, listir og íþróttir fléttast saman og stuðlar sameiginlega að því að undirbúa unga fólkið okkar sem best undir það að vera virkir þátttakendur í samfélagi 21. aldarinnar.

Í nýrri menntastefnu er lögð áhersla á aukna þátttöku unga fólksins sjálfs, öryggi í starfi og leik, læsi í víðum skilningi og merkingarbært, fjölbreytt og skapandi nám. Með áherslur nýrrar menntastefnu að leiðarljósi munum við byggja upp réttláta, hamingjusama og sjálfbæra framtíð fyrir börnin okkar í Reykjanesbæ.

Menntastefna Reykjanesbæjar

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan