4. júní 2023

Nemendur í 7. bekk fengu veglega gjöf

Þriðjudaginn 30. maí fengu nemendur í 7. bekk heimsókn frá nemendum í MSS, þar sem þau afhentu öllum nemendum í 7.bekk peysu að gjöf,  með logoi sem á stendur; Stopp Einelti.

Verkefnið Stopp einelti er unnið af hópi nemenda hjá Samvinnu, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Markmið hópsins er að vekja athygli á einelti.

Hópurinn vill leggja áherslu á að forvarnaráætlanir ættu að beinast að því að skapa öruggt og styðjandi skólaumhverfi, stuðla að jákvæðum félagslegum samskiptum og kenna börnum og unglingum að þekkja og bregðast við eineltishegðun. Meira um hópinn og vinnu þeirra er hægt að sjá hér á heimasíðu sem þau gerðu, https://einelti.webdev.is/#

Við þökkum hópnum fyrir veglega gjöf til nemenda og skapa umræðu um málefnið.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan