24. apríl 2013

Nemendur í 5.-7. bekkjum reyna fyrir sér í Skólahreysti

Í morgun reyndu nemendur í 5.-7. bekkjum fyrir sér í Skólahreystiþrautunum í íþróttasal skólans. Það var gaman að sjá hversu kappsamir nemendur voru og greinilegt að sú stemning sem skapast hefur í kringum Skólahreystið hér er komin til að vera enda hafa yngri nemendur átt góðar fyrirmyndir í þeim krökkum sem skipað hafa lið Heiðarskóla undanfarin ár. Þórunn María í 5.EA hékk lengst og bætti reyndar Heiðarskólametið, Eva María í 5.EA gerði flestar armbeygjur, Svanur Þór í 7.JP og Kamilla Sól í 7.FÓ voru fljótust í gegnum hraðaþrautina og Arnór í 7.FÓ gerði flestar upphífingar og dýfur. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.   
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan