3. nóvember 2014

Nemendaþing í 8.-10. bekk

Föstudaginn 31. október fóru fram nemendaþing í 8., 9. og 10. bekk á sal skólans þar sem nemendum gafst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri m.a. um eftirfarandi umræðupunkta: Hvernig er frábær skóli? Hvað þarf Heiðarskóli að gera til að geta orðið þessi frábæri skóli? Hvernig mynduð þið kynna ykkar skóla fyrir öðrum - hvað er sérstakt við hann?

Þingin voru þrjú og byrjuðu nemendur í 9. bekk sitt þing strax um morguninn. Eftir frímínútur komu nemendur í 8. bekk svo á sal og loks nemendur í 10. bekk eftir hádegi. Nemendum var skipt upp í 5-7 manna hópa sem skiptust á skoðunum, kynntu svo niðurstöður sínar fyrir öðrum hópum og skiluðu að lokum niðurstöðum til stjórnenda. Nemendur í 9. og 10. bekk notuðu spjaldtölvur til að setja fram og senda frá sér niðurstöður en nemendur í 8. bekk skiluðu sínum niðurstöðum með minnismiðum eins og sjá má á myndum í myndasafni. Heppnuðust þessi þing ákaflega vel og gaman var að heyra hve fúsir unglingarnir okkar voru til að tjá sig og var umræða þeirra afar málefnaleg. 

Niðurstöður nemendaþinganna verða kynntar á Skólaþingi Heiðarskóla 2014 laugardaginn 15. nóvember nk.  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan