7. apríl 2017

Myndbandið MC Máni er stuttmynd Heiðarskóla 2017

Stuttmyndadögum unglingastigs er nú lokið en þetta var í fjórða sinn sem þeir eru haldnir hér í Heiðarskóla. Nemendum var skipt í hópa innan hvers árgangs og fengu þeir miðvikudag og fimmtudag til þess að búa til myndband eftir ákveðnu þema. Íslensk dægurlög var þemað í ár og áttu myndböndin að vera 3 mínútur að lengd. Ákveðin skilyrði voru sett, t.d. að allir hópmeðlimir áttu að koma fram í myndbandinu, hluta myndbandsins átti að taka upp utandyra og á einhverjum tímapunkti átti einhver leikaranna að tala forníslensku. Í myndinni áttu eftirfarandi orð eða setningar að koma fram:

  • o Nú dámar mér! 
    o Kvaðratrótin af 16
    o Sviðakjammi
    o Misskilningur
    o Páskalilja
    o Snakker du dansk?
    o Snýst jörðin í kringum sólina?
    o Er hann ættaður úr Skagafirðinum?
    o Nú gekkstu of langt!
    o Mágkona ömmu minnar.
     
  • Fyrir hádegi í dag komu allir nemendur á unglingastigi saman á sal þar sem 11 myndbönd voru sýnd. Að sýningu lokinni fór fram atkvæðagreiðsla þar sem nemendur völdu stuttmynd ársins en gátu ekki valið sína eigin. Að þessu sinni var gestadómari fenginn í hús og var það enginn annar er þúsundþjalasmiðurinn Davíð Örn Óskarsson en hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að myndbandagerð og upptökum. Hópurinn sem gerði tónlistarmyndbandið MC Máni fékk flest atkvæði og tóku krakkarnir glaðir við stuttmyndabikarnum góða. Hópinn skipuðu þau Arnar Geir, Dominika, Elva, Gabríel, Jón Ragnar, Lilja, Ólöf, Sólrún og Þorvaldur Máni.
  • Sérstaklega var tekið fram hvaða myndband gestadómaranum þótti skara fram úr en það var myndband stúlkna í 9. bekk sem bar heitir Traustur vinur. Hann lofaði það fyrir að hafa byggt á góðri hugmynd og söguþræði. Sérstaka heiðursviðurkenningu fékk hópur úr 8. bekk með stuttmyndina Nú liggur vel á mér fyrir góða upptöku, hljóð og frágang.

 

Önnur myndbönd:

https://m.youtube.com/watch?v=I7xYqIv4QaI

 

https://m.youtube.com/watch?v=xGWgEBZxIMU

 

https://youtu.be/MLaaCqJZ-5w

 

https://m.youtube.com/watch?v=CGrK8FKtm20

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan