11. febrúar 2019

Myllarnir heimsóttu nemendur á miðstigi

Krakkarnir í FirstLego liði Myllubakkaskóla, Myllarnir, heimsóttu miðstigsnemendur okkar á sal í dag og kynntu fyrir þeim FirstLego verkefnin sem þeir hafa leyst undanfarin þrjú ár. Eins og mörgum er kunnugt eru þeir ríkjandi FirstLego meistarar á Íslandi en þeir vörðu titil sinn frá því í hitteðfyrra í keppninni á síðasta ári. Tvisvar sinnum hafa þeir því tekið þátt í Norðurlandamótinu, í bæði skiptin í Noregi, og staðið sig ákaflega vel. 

Nemendur á miðstigi munu vinna að nýsköpunarverkefnum á þemadögunum okkar sem verða síðar í vikunni. Myllarnir miðluðu því af reynslu sinni  um hvað þarf til þess að leysa krefjandi verkefni á farsælan hátt. Töluðu þeir fyrst og fremst um mikilvægi góðrar samvinnu, ólíkra hæfileika hvers og eins, traust og þolinmæði.

Kynninguna útfærðu Myllarnir einstaklega vel og nemendur okkar voru til fyrirmyndar í salnum, hlustuðu og fylgdust með af áhuga og spurðu síðan margra góðra spurninga.   

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan