14. nóvember 2017

Músík og sögur

Mánudaginn 13. nóvember fengum við til okkar góða gesti á vegum verkefnisins List fyrir alla með tónlistardagskrána Músík og sögur. Tónlistarfólkið Laufey Sigurðarsdóttir og Páll Eyjólfsson spiluðu fyrir alla nemendur skólans klassísk verk á fiðlu og klassískan gítar og leik- og söngkonan Esther Talia Casey söng og fræddi nemendur um tónskáld og lögin sem spiluð voru. Dagskránni lauk með því að krakkarnir sungu með henni Á íslensku má alltaf finna svar og var það fín upphitun fyrir menningarstundirnar síðar í vikunni. Voru þessar tónlistarstundir bæði ánægjulegar og fróðlegar og voru þau Laufey, Páll og Esther Talia ákaflega ánægð með frammistöðu nemenda sem áheyrendur og þátttakendur í dagskránni. Nánari upplýsingar um verkefnið Músík og sögur má lesa hér.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan