3. júlí 2014

Minning

Kristín Gunnarsdóttir kennari við Heiðarskóla lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 30. júní s.l.

Kristín hóf störf við skólann haustið 2003 og var afar farsæll kennari. Störf hennar einkenndust af fagmennsku og metnaði og bar hún mikla umhyggju fyrir sínum nemendum. Hún var hugmyndaríkur kennari og var skapandi vinna með nemendum henni mjög hugleikin. Glaðværð hennar og hlýtt viðmót hreif bæði nemendur og samstarfsfólk og naut hún mikillar virðingar allra sem með henni störfuðu.

Föstudaginn 4. júlí kl. 13.00 verður haldin kveðjuathöfn í Keflavíkurkirkju en útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 12. júlí.

Starfsfólk Heiðarskóla kveður góðan starfsfélaga og yndislega konu með miklum söknuði. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan