Metnaðarfullri stofuskreytingakeppni lokið
Í dag lauk metnaðarfullri stofuskreytingakeppni 7.-10. bekkja með afhendingu viðurkenningarskjala. Keppnin fór fram á þriðjudag og fimmtudag í tveimur kennslustundum hvorn daginn. Gríðarlega góð jólastemmning ríkti í öllum bekkjunum, samvinnan alveg hreint dúndurgóð og frumleikinn allsráðandi. Dómnefndin fékk svo það erfiða verkefni að velja sigurstofuna í þessari hnífjöfnu keppni. Það má með sanni segja að allir bekkirnir hafi verið sigurvegarar þó að einn bekkur hafi verið örlítið meiri sigurvegari en hinir en það var 7.AÓ sem bar sigur úr býtum. Þeir nemendur fengu að launum gómsæta skúffuköku sem meistari Brynja bakaði fyrir þau af miklum myndugleik. Til hamingju 7.AÓ og til hamingju allir aðrir bekkir með stórglæsilegar jólastofur! Fleiri myndir má sjá í myndasafni.