Mentor app fyrir notendur Heiðarskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn.
Nú er komið Mentor app fyrir nemendur og aðstandendur og Heiðarskóli er einn af þremur skólum sem fær þessa tengningu núna til að byrja með. Við hvetjum ykkur til að sækja appið sem mun auðvelda ykkur að fylgjast með því sem kemur frá skólanum inn á Mentor. Myndbandið sem má finna á þessari slóð: https://youtu.be/U7vx0L3MTlc sýnir hvernig þið setjið appið upp.
Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við ykkur til að senda póst á radgjafar@mentor.is