16. nóvember 2017

Menningarstundir í tilefni af Degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Eins og venja er fara fram menningarstundur á sal skólans í tilefni af deginum þar sem allir bekkir sýna skemmtiatriði, ýmist fyrir árganginn sem er einu ári yngri eða eldri. Er þá leikið, sungið, dansað, spilað á hljóðfæri og margt fleira. Í dag fóru fram menningarstundir 5. og 6. bekkja,  3. og 4. bekkja og 9. og 10. bekkja. Á morgun er svo röðin komin að 1. og 2. bekk og 8. og 7. bekk. Myndir af menningarstundunum verða settar inn í myndasafn í vikunni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan