14. nóvember 2016

Menningarstundir í tilefni af degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er miðvikudaginn 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni af deginum fara fram menningarstundur á sal skólans á miðvikudag, fimmtudag og föstudag þar sem samliggjandi árgangar sýna hverjum öðrum skemmtiatriði. Er þá t.d. leikið, sungið, dansað og spilað á hljóðfæri. 

Skipulag menningarstunda er sem hér segir:

Miðvikudagur 16. nóvember 

12.30-13.10: 7. og 8. bekkur

 

Fimmtudagur 17. nóvember

09.50-09.30: 1. og 2. bekkur

13.10-13.50: 5. og 6. bekkur

 

Föstudagur 18. nóvember

08.50-09.30: 9. og 10. bekkur

09.50-10.30: 3. og 4. bekkur

 

Hafi foreldrar/forráðamenn áhuga á að vera viðstaddir þessar stundir eru þeir velkomnir.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan