24. janúar 2019

Matsdagur 30. janúar

Miðvikudagurinn 30. janúar er matsdagur í Heiðarskóla þar sem samtal fer fram á milli foreldra/forráðamanna, barna og kennara þeirra um námslega stöðu, markmið og fleira. Skráning tíma fyrir þennan dag fer fram á Mentor. Hún hefst fimmtudaginn 24. janúar og lýkur mánudaginn 28. janúar. Umsjónarkennarar bóka fyrirfram viðtöl með túlkum eða öðrum utanaðkomandi aðilum og koma upplýsingum um tímasetningu til foreldra. Ef óskað er eftir samtali við aðra kennara en umsjónarkennara eða stjórnendur þarf að gera það með fyrirvara með símtali eða tölvupósti.

Leiðbeiningar um hvernig samtalstímar eru bókaðir má finna hér.

Minnt er á kynningu á fyrirkomulagi námsmats í Heiðarskóla sem birt var á heimasíðu og sent á alla foreldra á síðasta skólaári. Hana er að finna á heimsíðu skólans. Mælt er með því við nýja foreldra í skólanum að gefa sér tíma til að spila myndbandið og eflaust getur upprifjun verið öllum gagnleg.svo getur upprifjun ef til vill gagnast.

Engin hefðbundin kennsla er þennan dag en frístundaheimilið opið.


---

Dear parents/guardians.

On January 30th we have our parent-student-teacher conversations about students learning progress, learning goals and more. Parents can schedule an appointment 24th - 28th January on Mentor but if a translater will be present in the conversation the teacher books the appointment beforehand and informs parents with a phone call, an e-mail or a note in which the child brings home.  

Here are instructions  on how to schedule an appointment on Mentor if a translater will not be present: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM&list=PLX-N504onYI_I0Jk4lm46UphLktxtfHv3&index=12  

If you wish to have a conversations with other teachers or school leaders please contact the school to schedule an appointment.

A video in Icelandic about Heiðarskóli´s evaluation system is on the school´s web side. It was published and sent to parents last school year (click on the Mentor picture).

No lessons will be taught on this day but frístund will be open.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan