1. október 2018

Markmiðasetningardagur 3. október

Miðvikudagurinn 3. október er markmiðasetningardagur í Heiðarskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar/forráðamenn í 2. - 10. bekk samtal um markmið nemenda fyrir skólaárið og fleira.
Foreldrar barna í 1. bekk eru boðaðir á lestrarfræðslu á sal skólans kl. 8.15 - 8.45. Áhersla er lögð á að allir nemendur í 1. bekk eigi a.m.k. einn fulltrúa á fundinum og verður mæting skráð. Þessar 30 mínútur sem fræðslan fer fram er frístund opin öllum í 1. bekk, hvort sem börn eru skráð í hann eða ekki. Að fræðslu lokinni fylgja þau börn sem ekki eru í frístund foreldrum sínum heim.
Frístundaheimlið er opið frá kl. 8.10 - 16.15.

Skráning samtalstíma fer fram á Mentor. Hefst hún að morgni föstudagsins 28. september og lýkur að kvöldi mánudagsins 1. október. Leiðbeiningar um hvernig skrá á tíma má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Á föstudaginn fengu allir nemendur með sér í töskupósti bréf sem snýr að samþykki vegna myndatöku í skóla og birtingu myndefnis. Þessu blaði þarf að skila útfylltu og undirrituðu til umsjónarkennara á markmiðasetningardaginn. Bréfið var einnig sent með tölvupósti sem fór á alla foreldra fyrir helgi. Athygli er vakin á því að aðeins er óskað eftir undirskrift annars foreldris/forráðamanns. Búi forsjáraðilar ekki saman þurfa þeir að komast að samkomulagi um hvort samþykkið verði veitt eða ekki. Brýnt er að bréfið skili sér til umsjónarkennara eigi síðar en 3. október.
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan