19. september 2024

Markmiðasetningardagur


Þriðjudagurinn 24. september er markmiðasetningardagur í Heiðarskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar/forráðamenn í 2. - 10. bekk samtal um markmið nemenda fyrir skólaárið og fleira.
Foreldrar barna í 1. bekk eru boðaðir á lestrarfræðslu á sal skólans kl. 8.30 - 9:00. Áhersla er lögð á að allir nemendur í 1. bekk eigi a.m.k. einn fulltrúa á fundinum.

Frístundaheimlið er opið frá kl. 8.10 - 16.15.

Skráning samtalstíma fer fram á Mentor. Hefst hún að morgni fimmtudagsins 19. september og lýkur að kvöldi sunnudagsins 22. september. Leiðbeiningar um hvernig skrá á tíma má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan