8. apríl 2015

Mætum í bláu á degi einhverfunnar!

Föstudaginn 10. apríl verður alþjóðlegur dagur einhverfunnar haldinn hér á landi. Hann er haldinn um allan heim þann 2. apríl ár hvert og er fólk þá hvatt til að klæðast bláum fötum til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2. apríl bar upp á skírdag í ár verður blái dagurinn haldinn á föstudaginn. Við hvetjum því nemendur okkar og starfsfólk til að mæta í einhverju bláu í skólann þennan dag.

Nánari upplýsingar um einhverfu er að finna á einhverfa.is og greining.is 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan