Ljósanótt í Heiðarskóla
Síðastaliðinn föstudag var skertur nemendadagur í Heiðarskóla þar sem lögð var áhersla á hreyfingu, samveru og gleði. Dagurinn hófst á gönguferð þar sem nemendur gengu saman með kennurum sínum og nutu fersks lofts og góðrar stemningar.
Eftir fríminútur fengu nemendur að velja sér stöðvar að eigin vali og tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum viðfangsefnum. Meðal þess sem í boði var má nefna:
- Stinger
- Fótboltaþrautir
- Skólahreystibraut
- Ýmsir hlaupaleikir
- Þrautir
- Snú snú og sipp
- Krítarlist
- Leika á leikvellinum okkar
- Danspartý
- Kaíókí
Karíókístöðin reyndist sérstaklega vinsæl að þessu sinni. Fjöldi nemenda sýndi mikið hugrekki með því að stíga upp og syngja fyrir framan aðra og stóðu sig frábærlega. Einnig er vert að hrósa áheyrendum sem hlustuðu af einlægni og studdu samnemendur sína af krafti.Stemningin var létt og skemmtileg á öllum stöðvunum og greinilegt að nemendur nutu þess að fá tækifæri til að hreyfa sig og hafa gaman saman. Góður dagur í Heiðarskóla við upphaf Ljósnætur.
Myndir frá deginum má sjá í myndasafni.