Litla upplestrarhátíðin í 4. bekk
Nemendur í 4. bekk tóku nýverið þátt í Litlu upplestrarhátíðinni, sem er liður í verkefni sem ætlað er að efla lestur, munnlega tjáningu og framkomu hjá börnum í grunnskólum. Keppnin er undanfari Stóru upplestrarkeppninnnar sem er fyrir 7. bekk grunnskóla
Áhersla er lögð á að allir nemendur séu virkir þátttakendur og allir komi fram á lokahátíðinni. Nemendur stóðu sig einstaklega vel, fluttu bæði vísur og lög og lögðu sig öll fram við að koma vel fyrir og skila efni sínu með metnaði.
Nemendum í 3. bekk var boðið að koma og fylgjast með og voru þeir til mikillar fyrirmyndar sem áhorfendur. Einnig mættu foreldrar nemenda og áttu notalega stund með börnunum.
Að lokinni hátíðinni héldu nemendur upp á vel heppnaða framkomu með Pálínuoði í heimastofunni sinni, skemmtileg stund.