6. maí 2021

Litla upplestrarhátíðin í 4. bekk


Föstudaginn 30. apríl héldu nemendur 4. bekkjar, ásamt umsjónakennurum sínum Gunnu Siggu og Krissu, glæsilega upplestrarhátíð. Í Litlu upplestrarhátíðinni er keppt að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Nemendur flytja texta og ljóð sem þeir hafa æft um nokkurra mánaða skeið, bæði í skólanum og heima. Vegna aðstæðna var ekki hægt að bjóða foreldrum að koma og horfa á hátíðina, en henni var streymt til þeirra. Nemendur í 3. bekk fengu að horfa á og höfðu mikið gaman af. Nemendur 4. bekkjar stóðu sig afar vel og voru sér, skólanum og foreldrum sínum til mikils sóma. 

Verkin sem þau fluttu voru Hillur eftir Þórarinn Eldjárn, Dýraþula og Köttur og mús eftir Kristján Heinsson, Dagar og mánuðir eftir Jóhannes úr Kötlum. Málfarsmínútan, andheiti hvað er nú það?, Kurteisi og Vinátta eftir Kristján Hreinsson og Vitra krákan úr dæmisögum Esóps og Orð eftir Þórarinn Eldjárn.
Flutt voru tónlistaratriði á hátíðinni. Í 4. KB spilaði Alex Gamla Nóa á gítar og Ísold Elfa og Rebekka María spiluðu Burtu með fordóma á klarinett. Í 4. GS Spilaði Vigdís Halla lagið Fordómar á þverflautu og Emilía Dís og Hekla spiluðu samspil á píanó. 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan