Litla upplestrarhátíðin
Í dag var Litla upplestrarhátíðin haldin á sal skólans þar sem nemendur í 4. bekk samlásu sögur og vísur og sungu Heyrðu snöggvast Snati minn. Auk þess fluttu þeir Sindri Thor og Dagur Máni tónlistaratriði. Sindri spilaði My Heart Will Go On á gítar og Dagur Ferðalok á altflautu. Eins og venja er var foreldrum boðið að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum. Nemendur stóðu sig ákaflega vel enda hafa þeir lagt mikið á sig undanfarna daga og vikur við að undirbúa sig fyrir hátíðina með kennurunum sínum þeim Kristínu Sesselju og Þórunni. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.