12. nóvember 2020

Listaverkin okkar

Þrátt fyrir undarlega tíma í skólastarfinu okkar með ýmsum takmörkunum þá hafa skóladagarnir gengið vel. Nemendur okkar hafa tekið þessum breytingum með miklu jafnaðargeði og það er mikið líf í skólanum okkar þrátt fyrir takmarkanir, það er  bara með öðru sniði en venjulega. Mikið sköpunarstarf fer fram og má víða sjá verk eftir nemendur okkar sem prýða veggi og glugga skólans og sum hanga úr loftunum. Þar sem við getum ekki tekið á móti gestum inn í skólann þá viljum við sýna ykkur afrakstur nokkurra verkefna hér í stafrænu formi.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan