4. maí 2017

Listalestin í 9. bekk

9. bekkur tók þátt í verkefninu Listalest LHÍ á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku. Er það samstarfsverkefni List fyrir alla og Listkennsludeildar LHÍ.

Listkennslunemar í Listaháskóla Íslands er fólkið á bakvið verkefnið. Hópar listkennara röðuðust í skólana hér í bæ, í grunnskólann í Sandgerði og Garði auk Fjörheima en þar var einn hópur sem samanstendur af nemendum úr Heiðar-, Holta- og Njarðvíkurskóla. Áhersla var lögð á samruna listgreina og var fyrirkomulagið með svipuðu sniði og nemendur þekkja af þemadögum. Hóparnir sem voru hér í Heiðarskóla unnu að verkefni sem kallaðist Tilraunastofa lífsins. Þeir þróuðu verur sem geta lifað á mars við mismunandi skilyrði og undirbúið nýja plánetu fyrir manneskjur. Hópurinn sem var í Fjörheimum bjó til verndarvætti fyrir ýmsa staði í bæjarfélaginu.

Nemendur voru virkir og áhugasamir og afraksturinn var eftir því mjög góður. Var þetta samstarf við LHÍ afar ánægjulegt. Myndir af vinnunni sem unnin var hér í Heiðarskóla má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan